Færsluflokkur: Bloggar

Svala Bryndís

Hæ allir, gaman að sjá að það er komin smá hreyfing á þetta Smile annars sýnist mér að menn mættu vera duglegri að skrifa í gestabókina og jafnvel komenta á bloggin.

Annars er þetta helst að frétta af mér:

Ég er nýflutt aftur í gamla þorpið okkar með stelpurnar mínar, Bryndísi Þóru á 10 ári og Emblu Guðrúnu 7 ára og var bara gott að koma aftur.  (Verst að það eru nánast allir farnirPouty)  Síðustu 16 ár bjó ég á Höfn og vann þar ýmis störf en lengst hjá Hótel Höfn og núna síðast hjá Galdri ehf við skrifstofustörf.  Í dag vinn ég í frystihúsinu sem ég ætlaði aldrei að gera afturGetLost en aldrei að segja aldrei og er það bara ágætt, allavega tímabundið vonandi.

Læt þetta duga í bili og endilega verið dugleg að skrifa hérna innSmile  Kveðja Svala


HoHo

Sæl veri þið kæru börn. Það hlaut að koma að því að einhver mundi finna uppá því að nota nýustu tækni í mannlegum samskiptum til að koma hópnum saman.

 Ég heiti Róbert Ólafsson og dvaldi 2 heila vetur í grunnskóla Djúpavogs ( fyrir utan að vera rekinn heim í 1 viku fyrir agabrot ).

Síðan þá hef ég þroskast bæði andlega og líkamlega en er þó ekki kominn með skalla eins og Gísli en hann er nú reyndar árinu eldri. ´

Eftir árin á Kongo fór ég í Eiðaskóla og þaðan í VMA á Akureyri. Komst svo á samning í matreiðslu í Reykjavík og útsrifaðist sem Kokkur 1994. Síðan þá hef ég að mestu leiti verið í höfuðborginni en þó með viðkomu á Hornafirði, Berlin og Orlando.

 Ég í Kópavogi með henni Grétu og eigum við 2 stráka. Vilberg 19 mán og Guðna 5 mán.

Svo á ég og rek veitingastaðinn Við Fjöruborðið á Stokkseyri og hef gert síðustu 2 ár ásamt vini mínum Odda.

Nóg af mér í bili

Kveðja Róbert

 


Nokkrar litlar minningar....

Þennan pistil setti ég inná heimasíðuna mína í nóvenber síðastliðnum, mér fanst að hún ætti vel heima hér..  

Kveðja Eiður

Ég lét hugan reika um atburði síðustu tveggja vikna í vélinni á leiðinni heim, og var að rifja þá upp einn af öðrum þegar ég heyrði gamalkunnugt lag í útvarpinu um borð.  Um var að ræða gamalt U2 lag, Unforgetable fire og dró það fram margar gamlar og góðar minningar frá því ég var í heimavist í Bár á Djúpavogi.

Þarna rijfaðist upp viðvarandi sturtu og vatnsleysi á heimavistinni, ekkert bað í viku, þrátt fyrir að spilaður væri fótbolti á hverjum einasta degi á drullugum malarvellinum.    

Þegar frí var gefið í skólanum svo að hægt væri að vinna alla þá þá síld sem barst að landi með gamla Stjörnutindi. 

Þegar það var regla að skólakrakkarnir sem voru að vinna í síldinni voru sendir heim kl 7 en ég gleymdist inní salthúsi og var ekki sendur heim fyrr en kl 2 um nóttina og þurfti að ræsa Röggu heimavistarstjóra til að komast inn. 

Þegar Róbert, Hólmar og Gulli stálu plasthjólinu hans Gunnars Smára og hjóluðu allir 3 á því saman niður Klifið, en enduðu á hausnum vegna þess að hjólið brotnaði í tvent fyrir framan Vegamót. Og svo skömmuðust þeir í Smára fyrir að eiga ekki almenilegt hjól til að stela.

Þegar Hansi kennari barði Eirík með stól svo að hann handlegggsbrotnaði, og svo var Hansi spurður að því daginn eftir, hvort að það væri hægt að "stóla" á það að það yrði leikfimi.

Þegar allir á vistinni voru í sannleikanum og kontór inni í meyjarskemmu (en það var herbergi Lóu, Láru og Helenu alltaf kallað).

Þegar Siggi prestur gaf frí í Enskutíma aðf því að hann varð að fara út og skjóta flækingsfugla.

Og margt margt fleira. 

Þetta voru góðir tímar, engar áhyggjur, fullt af draumum og feikilegt fjör.

Það er merkilegt hvað eitt lítið lag getur kveikt margar minningar.


Eiður Ragnarsson

Jæja gott fólk....

Hér inni á víst hver og einn sem af þessum frábæra árgangi er að setja sína stöðu eins og hún er í dag, og eflaust eitthvað meira þegar fram í sækir.

Ég bý nú á Reyðarfirði og þar hef ég verið síðastliðin 11 ár og kann bara vel við mig. Ég bý þar ásamt Steinunni og börnunum 3 Þórarni 17 ára, Ölmu 14 ára, og Bergey sem 9 ára. 

Ég vinn í dag sem leiðtogi hjá Alcoa Fjarðaál, en er reyndar nýbyrjaður þar, en áður vann ég í 5 ár sem svæðistjóri hjá Vífilfelli hf á Austurlandi.  Á undan því starfaði ég sem verktaki hjá Samskip og einnig sem launamaður hjá sama fyrirtæki.

Þau hafa verið viðburðarík síðastliðin 20 ár síðan okkar leiðir skildu en ég fer ekki nánar út það í þessum pistli, en ég set eflaust meir ainn seinna...

En þið getið forvitnast meira um mig á minni blogsíðu, sem er hér inni sem blogg vinur.  Þar getið þið líka séð myndir, bæði í myndaalbúmi síðunar og einnig í undirsíðu: fleiri myndir.

Kveð að sinni

 Eiður.


Þetta er málið hmm

Hæ 72Wink 

 Af mér er svo sem lítið að frétta

  Ég bý í Þorlákshöfn með honum Sigga mínum.  Saman eigum við 2 stelpur, Telmu Dís (15) og Lilju Margréti (10). Ég vinn hjá Sýslumanninum á Selfossi og þar með er það upptalið. 

 mér varð nú hugsað til Djúpvogs um daginn og uppátækin sem áttu sér stundum stað þar. 

 
Siðan eru liðin mörg ár


Við vorum nokkrar saman á flótta. Vorum að flýja undan strákunum. Sumarið sem landsbankinn var byggður á Djúpavogi. Þeir voru fleiri en við stelpurnar og við vorum ekkert á leiðinni að láta þá ná okkur. Þeir voru fantar á þessum árum.

Man ekkert hvernig eltingaleikurinn byrjaði. En hann stóð yfir í nokkra daga með viðeigandi matarhléum og svefntímum. Við hlupum bæinn þverann og endilangan, upp á kletta og undir grenitré. Þessi fjögur sem við fundum hjá Brekku. Fórum upp á Brennikletta, sem notabene var stranglega bannað á flestum heimilum.

Eitt kvöldið náðu þeir okkur. Tuskuðu okkur til og lokuðu okkur niðri í grunninum í landsbankanum. Þeir létu sig síðan hverfa.

Niðri í grunninm var myrkur og þurftu við að sitja á hnjánum til að reka ekki höfuðið í gólfið. Ímyndunaraflið fór á flug og við vorum vissar um að þarna væru mýs og aðrar kynjaverur.

Þegar við vorum búnar að hræða hjartað úr hvor annarri með skrækjum og bendingum um pöddur og rottur var loks opnað fyrir okkur. Man ekki hver það var, en við urðum allar skotnar í honum undir eins.

Ástæðan fyrir því að ég man eftur þessu núna er sú að dóttir mín er komin á þennan ævintýra aldur. Vona bara að engir landsbankar verði byggðir hérna á næstunni.

Kveðja

Anna Guðrún 



Gestabókin

Allir að muna eftir að skrifa í gestabókina  Police


Sæl verið þið KRAKKAR

Jæja núna er ég kominn með aðgang að þessari síðu þó ég sé 1971 módel, og ætla að láta gamminn geysa í dag .

það er frábært að loksins skuli vera til vettfangur fyrir þennan hóp til að skiptast á skoðunum og tala saman . Það væri mjög gaman ef hópurinn gæti komið saman (þótt það væri bara til að sjá hvernig fólk lítur út í dag.Gaman væri að sem flestir myndu skrifa hvar þeir búa og hvað þeir eru að gera. til þess er gestabókin. Einnig er hægt að setja inn myndir og setti ég 3 myndir inn í gær (sorry Ingólfur þessi var bara svo flott). Svala og kristín getur opnað fyrir aðgang að síðunni ef einhverjir vilja nota sér þetta. Bara að senda póst á  þær .

Af mér er það að frétta að ég bý í Hafnafirði með Þorbjörgu (Tobbu) og erum við bara tvö í kotinu. Ég er að vinna Hjá fyrirtæki sem heitir Gólflausnir-Malland www.malland.is og er staðsett í Reykjavík. Ég dafna vel og er t.d. vaxinn upp úr hárinu. Annars er ég bara alltaf sami sveitalúðinn og fer austur þegar ég get bæði í heimsóknir og til að veiða.

Ef einhverjum langar að senda mér póst þá er e-mailið hjá mér í vinnunni  solumaður@malland.is og heima gislisig@centrum.is .

kveð að sinni ,  Gísli ekki lengur með sítt að aftan


Jammmsss

Jæja Svala er búin að ná í rass.... á mérWink Svo það er bara best að ég komi einhverju á blað(eða þannig) Það væri gaman ef allir myndi skrifa hvar þeir búi í dag og hverjir séu fjölskyduhagir, atvinna og þess háttar. Auðvitað veit maður hvar einhverjir eru en alls ekki allir. Til að komast inn á síðuna þá getið þið sent mér póst á kristin@eldhorn.is eða Svölu á svalabh@simnet.is

En allavega þá er staðan svona hjá mér í dag. Ég bý á Hornafirði, er gift og á þrjú börn: Sævar Örn 11 ára, Guðbjörgu Halldóru 7 ára og Ólöfu Auði 1ns árs. Ég er lærður þjónn og rek veitingastað hér á Höfn. Svo sem ekki mikið meira um það að segja, en allavega hafið samband og endilega allir að skrifaCool

Kveðja,

Kristín Óla


Prufa

Hæ allir, ákvað að prufa þetta tilað verða fyrstGrin Kristín Óla var svo dugleg að setja þessa síðu upp og nú verða allir að vera duglegir!  Svona allavega þegar ég verð búin að ná í rassgatið á ykkurSmile

Hlakka til að heyra í ykkur,  Kveðja Svala


Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

« Fyrri síða

Um bloggið

1972

Höfundur

1972
1972
Árgangur 1972 Djúpavogsskóla

Færsluflokkar

Síður

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 3346
  • IMG 3370
  • IMG 3369
  • IMG 3368
  • IMG 3364

Tónlistarspilari

- F:\MP3\80's\Modern Talking - Brother Louie

Spurt er

Eigum við að hittast á Djúpavogi í sumar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband