23.2.2007 | 09:57
Sæl verið þið KRAKKAR
Jæja núna er ég kominn með aðgang að þessari síðu þó ég sé 1971 módel, og ætla að láta gamminn geysa í dag .
það er frábært að loksins skuli vera til vettfangur fyrir þennan hóp til að skiptast á skoðunum og tala saman . Það væri mjög gaman ef hópurinn gæti komið saman (þótt það væri bara til að sjá hvernig fólk lítur út í dag.Gaman væri að sem flestir myndu skrifa hvar þeir búa og hvað þeir eru að gera. til þess er gestabókin. Einnig er hægt að setja inn myndir og setti ég 3 myndir inn í gær (sorry Ingólfur þessi var bara svo flott). Svala og kristín getur opnað fyrir aðgang að síðunni ef einhverjir vilja nota sér þetta. Bara að senda póst á þær .
Af mér er það að frétta að ég bý í Hafnafirði með Þorbjörgu (Tobbu) og erum við bara tvö í kotinu. Ég er að vinna Hjá fyrirtæki sem heitir Gólflausnir-Malland www.malland.is og er staðsett í Reykjavík. Ég dafna vel og er t.d. vaxinn upp úr hárinu. Annars er ég bara alltaf sami sveitalúðinn og fer austur þegar ég get bæði í heimsóknir og til að veiða.
Ef einhverjum langar að senda mér póst þá er e-mailið hjá mér í vinnunni solumaður@malland.is og heima gislisig@centrum.is .
kveð að sinni , Gísli ekki lengur með sítt að aftan
Um bloggið
1972
Síður
Bloggvinir
Tónlistarspilari
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.5.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hahaha, ég var alveg búin að gleyma þvílíkir töffarar voru hér í den
það hefur eitthvað breyst hmmm
gaman að fá svona myndir á síðuna og vonandi verða fleiri duglegir að setja inn myndir. Kv Svala
1972, 23.2.2007 kl. 18:12
Jah Gisli, tad er greinilega ekki ad astaedulausu sem eg fell fyrir honum Ingolfi...bahahahhahha. Vonandi ad tengdo hafi geymt fermingarfotin svo hann Birkir Snaer geti notad tau vid hatidleg tilefni a unglingsarunum
.
Takk fyrir meilid Svala, skemmtilegt framtak hja ykkur.
Bk ur Amerikunni,
Ardis, Ingo og kiddoin.
Ardis og Ingo (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 19:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.