Þetta er málið hmm

Hæ 72Wink 

 Af mér er svo sem lítið að frétta

  Ég bý í Þorlákshöfn með honum Sigga mínum.  Saman eigum við 2 stelpur, Telmu Dís (15) og Lilju Margréti (10). Ég vinn hjá Sýslumanninum á Selfossi og þar með er það upptalið. 

 mér varð nú hugsað til Djúpvogs um daginn og uppátækin sem áttu sér stundum stað þar. 

 
Siðan eru liðin mörg ár


Við vorum nokkrar saman á flótta. Vorum að flýja undan strákunum. Sumarið sem landsbankinn var byggður á Djúpavogi. Þeir voru fleiri en við stelpurnar og við vorum ekkert á leiðinni að láta þá ná okkur. Þeir voru fantar á þessum árum.

Man ekkert hvernig eltingaleikurinn byrjaði. En hann stóð yfir í nokkra daga með viðeigandi matarhléum og svefntímum. Við hlupum bæinn þverann og endilangan, upp á kletta og undir grenitré. Þessi fjögur sem við fundum hjá Brekku. Fórum upp á Brennikletta, sem notabene var stranglega bannað á flestum heimilum.

Eitt kvöldið náðu þeir okkur. Tuskuðu okkur til og lokuðu okkur niðri í grunninum í landsbankanum. Þeir létu sig síðan hverfa.

Niðri í grunninm var myrkur og þurftu við að sitja á hnjánum til að reka ekki höfuðið í gólfið. Ímyndunaraflið fór á flug og við vorum vissar um að þarna væru mýs og aðrar kynjaverur.

Þegar við vorum búnar að hræða hjartað úr hvor annarri með skrækjum og bendingum um pöddur og rottur var loks opnað fyrir okkur. Man ekki hver það var, en við urðum allar skotnar í honum undir eins.

Ástæðan fyrir því að ég man eftur þessu núna er sú að dóttir mín er komin á þennan ævintýra aldur. Vona bara að engir landsbankar verði byggðir hérna á næstunni.

Kveðja

Anna Guðrún 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: 1972

jæja Anna orðin ábyrg fyrir því að ég verð ráfandi um göturnar í nótt með ísl brennivín í hendi syngjandi life is life! hvar skyldi grái hatturinn minn vera?  Ingólfur ert þú með hann!

1972, 24.2.2007 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

1972

Höfundur

1972
1972
Árgangur 1972 Djúpavogsskóla

Færsluflokkar

Síður

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • IMG 3346
  • IMG 3370
  • IMG 3369
  • IMG 3368
  • IMG 3364

Tónlistarspilari

- F:\MP3\80's\Modern Talking - Brother Louie

Spurt er

Eigum við að hittast á Djúpavogi í sumar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband