11.3.2007 | 15:30
20 ár er þetta ekki misskilningur?
Hæ hæ alle sammen
Já ég spyr, því ég hef ekkert breyst, nema þegar ég sá þetta að þá dýpkuðu hláturshrukkurnar við augun, annars alltaf eins. Nema fyrir utan það að ég hef þroskast mjög líkamlega eins og Róbert og Gísli, en ekki vaxið upp úr hárinu
Ég bý í Þorlákshöfn með strákunum mínum Óskari (eiginmanninum) og Ragnari yfirkrútti sem er að verða 10 ára. Ég er leikskólakennari og starfa við það. Og í aukastörfum er ég formaður félags-og barnaverndarnefndar hér í bæ, já maður kom við á stjórnmálasviðinu síðasta vor. Svo er ég í leikfélagi Ölfuss, stefnt á frumsýningu 13 apríl, leik ljósku frá helvíti, þarf kannski ekki að leika hana mikið (segja sumir, veit ekki hvað er átt við)
Jæja hætt að blaðra í bili, hlakka til að heyra af öllum hér inni. Og enn meir til að hitta ykkur og sjá í vor. Því flest ykkar hef ég ekki séð í 20 ár, trúi ekki þessari tölu enn
Kveðja Helena
Um bloggið
1972
Síður
Bloggvinir
Tónlistarspilari
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.