Hér við viljum ykkur segja
Hæ fadderí fadderallalla
Hvað hér gera sveinn og meyja
Hæ............
Fjórir eru hérna frægastir
En örugglega ekki þægastir
Hæ............
Gísli Sig. Er mesti gæjinn
Hæ............
Rífur kjaft hér allan daginn
Hæ............
Og stundum fer hann upp í heimavist,
Og þar er litla heimasætan kysst.
Hæ............
Hólmar Þurs með kraftastæla,
Hæ............
Reynir stúlkur hér að tæla,
Hæ............
Þó vitum við að hér er eitthvað að,
Hann hefur loft í vöðva stað.
Hæ............
Eiríkur er meiri gaurinn,
Hæ............
Gengur um með lukkuaurinn,
Hæ............
Af súkkulaði étur hann meir en nóg,
og glápir svo á strumpavideó.
Hæ............
Siggi Áka rassinn hvílir,
Hæ............
Og af frönskum magan kýlir,
Hæ............
Hann sefur hérna oftast drjúga stund,
Og fær sér síðan aftur hænublund.
Hæ............
Péturs rödd er öll í hassi,
Hæ............
Ýmist tenór eða bassi,
Hæ............
Þótt Stínu eigi hann í sveitinni,
Hann linnir ekki konuleitinni.
Hæ...........
Þegar Ástþór fer á fætur,
Hæ...........
Skólinn okkar sáran grætur,
Hæ...........
Því fyrr en varir dettur hurð af hjör,
Og svo á veggi koma ótal för.
Hæ...........
Tvíburarnir Steini og Ingþór,
Hæ...........
Vilja læra að keyra traktór,
Hæ...........
Og koma sér í mjúk hjá bændum heim,
Og fylgja síðan Helgu og Eyju heim.
Hæ...........
Guðrún Anna í háaleiti,
Hæ...........
Fær víst fjölmörg ástarskeyti,
Hæ...........
Því hvíslar hún að Jóni Valgeiri,
Ég kærasta á hérna enn fleiri.
Hæ...........
Segja má um Litla Nökkva,
Hæ...........
Hann er eins og skip að sökkva,
Hæ...........
Já, stefnið er á honum upp í loft,
Því láta vill hann bera á sér oft.
Hæ...........
Banka- Rán er besti kostur,
Hæ..........
Bráðna hjörtun eins og ostur,
Hæ..........
Því allir vilja eignast gripinn þann,
Og setja hana oní rassvasann.
Hæ..........
Fjórða bekkjar klára Klara,
Hæ..........
Skotin er í Gilsa bara,
Hæ..........
Hún fyrir honum er að sýna sig,
Og segir: "Gilsi viltu eiga mig?"
Hæ............
Eru hérna Brekkubræður,
Hæ............
Teitur hlýðir, Atli ræður,
Hæ............
Og oftast eru týndar töskurnar,
Þær finnast ekki hér, og ekki þar.
Hæ...........
Þorkell Gumm er svaka stjarna,
Hæ...........
Stundum hér, og stundum þarna,
Hæ...........
"ég vill ei vera lítill" segir hann,
Og breytir sér í sjálfann súpermann.
Hæ...........
Eydís Hrund er atómsprengja,
Hæ...........
Hana ætti oft að flengja,
Hæ...........
En þegar stelpan brosir blítt og sætt,
Þá alltaf er við flenginguna hætt.
Hæ...........
Hafdís litla öll á iði,
Hæ...........
Lætur aldrei neitt í friði,
Hæ...........
Hún ekki mátti segja neitt frá því,
Að mjög hún væri skotin Róbert í.
Hæ...........
Róbert Fannar, glettin gæi,
Hæ...........
Hefur raddböndin í lagi,
Hæ...........
Og ef það myndi kvikna í þorpinu,
Hann eflaust gæti leikið sírenu.
Hæ...........
Hvort er Eysteinn kommi eða krati,
Hæ...........
Á hvorn vegin ætli hann rati,
Hæ...........
Ef rollur hingað kæmu á jolunum,
Hann reka myndi þær úr skólanum.
Hæ...........
Sómakona er hún Erla,
Hæ...........
Og svo líka hörkukerla,
Hæ...........
Er kallar frúin á hann Ingimar,
Þá fyrr en varir staddur er hann þar.
Hæ...........
Gréta býr í Hamarsfirði,
Hæ...........
Frosti er hennar mesta byrði
Hæ...........
En þegar stráksa hleypur kapp í kinn,
Hún setur hann í litakassann sinn.
Hæ............
Ingimar með stífan putta,
Hæ............
Skammar stundum ljóta gutta,
Hæ............
Og þeysist hér um veg á bláum bíl,
Sem fullur jafnan er af krakkaskríl.
Hæ............
Freyja kroppar prinsinn póló,
Hæ............
Hún sést alltaf út á róló,
Hæ............
Og þó að stúlkan eigi börnin þrjú,
Hún elskar Óla aldrei meir en nú.
Hæ............
Halli oft í pípu treður,
Hæ............
Þá á honum mikið veður,
Hæ............
Svo rausar hann um Bach og Bethowen,
Og svæfir jafnvel mestu vökumenn.
Hæ............
Steinþór er á biðilsbuxum,
Hæ............
Austurbrún er oft að hugsa um,
Hæ............
Og víða hafa kappans legið spor,
Hann gistir kanski England næsta vor
Hæ............
Siggi er alltaf út í eyjum,
Hæ............
Hlaupandi á eftir mávagreyjum,
Hæ............
En egg og dún hann finnur aldrei þar,
Því kollur eru allar plastaðar.
Hæ............
Komið er að bekknum besta,
Hæ............
Þar sem ríkir kyrrð og festa,
Hæ............
Því birtu leggur okkur öllum frá,
Sem auðveldlega greina hérna má.
Hæ............
Kannski við nú hættum þessu,
Hæ............
Annars fer hér allt í klessu,
Hæ............
En vonandi er enginn súr og sár,
Við sjáumst kannski aftur næsta ár.
Hæ............
Flokkur: Bloggar | 13.3.2007 | 09:39 (breytt kl. 09:40) | Facebook
Um bloggið
1972
Síður
Bloggvinir
Tónlistarspilari
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar