Ásgeir

Sæl og blessuð öllsömul,

ég ætla að láta verða af því að skrifa hér nokkrar línur.

Af mér er það að frétta að ég bý á Akureyri, er einhleypur og barnlaus - sem sagt engar stórfréttir.

Eftir grunnskólanum lauk fór ég í Menntaskólann á Egilsstöðum og síðan í nám í efnafræði í HÍ. Að því loknu og stuttu hléi lá leiðin til Gautaborgar i Svíþjóð þar sem ég bjó í nokkur ár á meðan ég var þar í námi. Þar útskrifaðist ég úr efnaverkfræði rétt fyrir jólin '98 og lét svo plata mig hingað norður í vinnu. Hér hef ég búið síðan og fengist við ýmislegt, bæði innanlands og erlendis. Ég hef unnið í "verkfræðibransanum" í nokkur ár og vinn nú hjá verkfræðistofu sem heitir VGK-Hönnun (www.vgkhonnun.is).

Mér líst bara vel á "hitting" í vor/sumar og vonandi hentar tíminn sem verður fyrir valinu sem allra flestum. Það eru æði margir sem ég hef ekki hitt í ansi mörg ár og ég býst við að það eigi við fleiri en mig. Tíminn líður ótrúlega hratt og það að næstum 19 ár (!) séu liðin síðan '72 árgangurinn yfirgaf grunnskólann á Djúpavogi er einhvern veginn mun nær í minningunni.  

 

Bestu kveðjur til ykkar allra,

Ásgeir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Ásgeir

Mér finnst þetta vera stórfrétt, því að þú ert einn af mörgum sem maður hefur ekkert vitað um í öll þessi ár. Gaman að heyra af þér.

Hlakka til að hittast. Kveðja Helena

Helena (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 09:27

2 identicon

Hæ Ásgeir!

Sammála henni Helenu vinkonu minni   Gaman að fá smá fréttir af þér.

Kveðja, Heiðlóa

Heiðlóa (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

1972

Höfundur

1972
1972
Árgangur 1972 Djúpavogsskóla

Færsluflokkar

Síður

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 3346
  • IMG 3370
  • IMG 3369
  • IMG 3368
  • IMG 3364

Tónlistarspilari

- F:\MP3\80's\Modern Talking - Brother Louie

Spurt er

Eigum við að hittast á Djúpavogi í sumar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband