Heil og sæl öllsömul

En hvað það er gaman að sjá hvað margir eru farnir að skrifa á síðuna. 19 ár er langur tími marga hef ég ekki hitt síðan á skólaslitunum í 9. bekk. Við erum ótrúlega léleg í þessu margir árgangar hittast á 5 ára fresti. Vonandi verður þessi síða til þess að eitthvað gerist.

Af mér er allt gott að frétta. Ég bý á Akranesi ásamt manninum mínum honum Kristni og strákunum mínu tveim Sveini Loga 8 ára og Almari Daða 4 ára. Ég er kennari og ég vinn í Grundaskóla, þar hef ég unnið bráðum í 9 ár. Ég á von á mínu þiðja barni síðasta lagi 18. júní svo ég vona að hittingurinn verði í apríl eða maí, enda of seint að halda í júní þegar fólk er farið í sumarfrí. Spurning hvort hægt verði að tengja þetta við einhverja fimmtudagsfrídagana svo þeir sem koma langt að fái aðeins lengri tíma. Hvað segið þið um að hittast í kringum sumardaginn fyrsta?

Ég fann vísurnar um okkur öll og nokkur myndaalbúm, það er ótrúlega gaman að skoða þetta, það eru margar minningar sem koma í hugann. Gaman að sjá að þó maður hafi aðeins breyst í útliti er maður enn ungur í anda.

Kveðja

Margrét Rós.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Magga Rós.

Ég hitti þig á göngum Landspítalans fyrir ekki svo löngu. Þú hafðir ekki breyst svo mikið....ég þekkti þig a.m.k.

             Kv. Lóa

Heiðlóa Ásvaldsdóttir (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

1972

Höfundur

1972
1972
Árgangur 1972 Djúpavogsskóla

Færsluflokkar

Síður

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 3346
  • IMG 3370
  • IMG 3369
  • IMG 3368
  • IMG 3364

Tónlistarspilari

- F:\MP3\80's\Modern Talking - Brother Louie

Spurt er

Eigum við að hittast á Djúpavogi í sumar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband