Hér koma vísurnar

Stína B. er stúlka góð

stundar tafl og knetti

flesta daga í því á

ofsagóða spretti.

 

Kristín Óla, kná og væn

kýlir Jónas stundum.

Því að oftast Gunnar gaur

grandi þeirra fundum.

 

Lára Björg er lítið fljóð

litlu hærri en spörvar

birt´ á henni þó blíðuhót

Björgvin, Hólmar, Örvar.

 

Magga H. er mesta skass

mjög sitt höfuð reygir.

Hér í skóla ansi æst

Eið að þegja segir.

 

Magga Rós er mikið sæt

marga drengi ærir.

Strákinn unga Stefán þó

stúlkan um sig kærir.

 

Rúnar þungarokkari

"röskur" er á fætur.

og í kaffi kennarans

krítarmola lætur.

 

Lóan ber sitt höfuð hátt,

hleypur í sig kjarki.

Mælir síðan ljúft, en lágt,

"Love me, oh my Bjarki".

 

Helgadóttir Helena.

Hvað ert þú að sýsla?

Hangi ég með heiminum,

hugsa þó um Gísla.

 

Yndislegi Ingólfur

er svo rósalegur.

Að hann næstum allar hér

ungfrúr til sín dregur.

 

Jónas Bjarki jólasveinn,

jarpur er á feldinn.

Feikna er í fengitíð

fjörugur á kveldin.

 

Anna Guðrún Andrésar

er hún mesta lengja.

Þó er stúlkan æðsta ósk

ungra skóladrengja.

 

Ásgeir litli Ívarsson

er hinn mesti kjaftur.

Dýrið líka oftast er,

eins og fylliraftur.

 

Risinn Eiður Ragnarsson

rífur kjaft og öskrar.

Hendist um og sýnir sig

svo að öllum blöskrar.

 

Sláninn Gautur Svavarsson

sefur flesta tíma,

og við kollinn krullaðan

kátur er að glíma.

 

Gunnar Smári grallari

greppitrýnið litla,

hér í skóla ansi oft

er við djús að fitla.

 

Róbert heitir rindill einn,

rokna hefur túla

hrikalega hrifinn af

henni dóttur Skúla.

 

Þórir S. þreyttur mjög,

þó mun hann ei reykja.

Litlu sætu Lollipop

langar hann að sleikja.

 

Hér í bekk er Sigga sögð

svaka mikil pæja.

Núna þó hún engan á

æðislegan gæja.

 

Svala B. er svefnpurka,

sorphreinsari og fleira.

Daman oft svo dúllar með

Degi bróður Geira.

 

Hafþór "Golli" Guðmundsson

gjarnan sýpur kveljur,

þegar aðrir þvarga um

þvældar Volvobeljur.

 

 Kveðja Margrét Rós.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: 1972

Hvar var ég þegar þetta var samið?  Hmmm... man bara ekkert eftir þessum vísum  Kanski sofandi  Flottar vísur. sömdum við þær?  Kv Svala

1972, 20.3.2007 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

1972

Höfundur

1972
1972
Árgangur 1972 Djúpavogsskóla

Færsluflokkar

Síður

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 3346
  • IMG 3370
  • IMG 3369
  • IMG 3368
  • IMG 3364

Tónlistarspilari

- F:\MP3\80's\Modern Talking - Brother Louie

Spurt er

Eigum við að hittast á Djúpavogi í sumar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband