Halló!

Hæ öll!

Gaman að fylgjast með ykkur á síðunni, en það vantar enn fréttir af einhverjum.... Hvernig væri að setja inn nokkrar línur?

Er einhver sem man eftir tímanum í Hússtjórnarskólanum í Hallormsstað? T.d. þegar slökkt var á öllum ljósastaurum í nágrenninu, dömubindi límd upp um alla veggi í herberginu hjá Möggu og Möggu, appelsíni og hnetum stolið úr búrinu, Eiður og Gísli að reyna að kíkja á stelpurnar í sturtu.......??? Eða á þetta kanski bara að vera geymt en ekki gleymt!!!!!

           Kv. Heiðlóa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: 1972

Hvort maður man, Lóa snilli, það var ótrúlega skemmtilegur tími. Hva fórum við ekki tvisvar?

Það sem var brallað þar.....skamm strákar voruð þið að kíkja.......

Ég verð að fara að drífa mig uppá háaloft og grafa upp myndir, ég á fullt í kössum.

kveðja Magga H.

1972, 21.3.2007 kl. 11:27

2 identicon

þetta er ekki rétt munað það var enginn að reyna að kíkja.                  stelpurnar voru ekkert að reyna að fela sig.                                                     Ég man að Binni var að baka pizzu eitt kvöldið og var að reyna að sveifa deiginu en missti það í gólfið oftar en einu sinni ef ég man rétt. Síðan var bara hnoðað aftur og meira kridd og allir voru ánægðir .Og þegar við vorum að fara heima var Eiður að sveifla skúringafötunni og haldið brotnaði fatan flaug marga metra og lenti ofan á ferðatöskunum hjá þeim sem voru búnir að pakka.

Kv úr Sódómu

Skallinn (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 12:00

3 Smámynd: Eiður Ragnarsson

"Það væri ljótt ef hankinn slitnaði núna" flaug úr munni saklauss sveitadrengs í þann mund sem umræddur hanki brast og innihald fötunar dreifðist sem víðast um og yfir farangur saklausra heimilisfræðinema.

Eiður Ragnarsson, 21.3.2007 kl. 13:30

4 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Þetta með sturturnar, það kannast ég ekki við, enda eins og áður hefur komið fram saklaus sveitapiltur úr Hamarsfirði einungis á höttunum eftir kunnáttu í eldhúsfræðum.

Eiður Ragnarsson, 21.3.2007 kl. 13:32

5 Smámynd: 1972

Hver man ekki eftir skógarferðinni sem endaði í skítaræsinu eða draugnum í herberginu innaf klósettinu?

Kveðja

Margrét Rós

1972, 21.3.2007 kl. 13:45

6 Smámynd: 1972

Já það er eitt fyndnasta atriði sem ég hef séð þegar að haldið gaf sig á skúringafötunni hjá Eiði, hann var nú alltaf svolítið seinheppinn kallinn.

En eftir að hafa fengið tvisvar sinnum A+ á hallormstað þá hlaut maður að fara að læra kokkinn.  Og skamm strákar fyrir að vera að kíkja á stelpurnar í sturtu. ( voru þær sammt ekki flottar ?) Kveðja Robbi

1972, 25.3.2007 kl. 00:29

7 identicon

hvernig var þetta með lyklana af svölunum ;)  appelsínið í búrinu og nammið. 

var ekki skógarferðin þá nótt?....  var búin að gleyma þessu. 

kveðja Anna G

Anna G (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

1972

Höfundur

1972
1972
Árgangur 1972 Djúpavogsskóla

Færsluflokkar

Síður

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • IMG 3346
  • IMG 3370
  • IMG 3369
  • IMG 3368
  • IMG 3364

Tónlistarspilari

- F:\MP3\80's\Modern Talking - Brother Louie

Spurt er

Eigum við að hittast á Djúpavogi í sumar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband