Hmmmm

Fannst nauðsynlegt að berja aðeins niður lykli hér inni á þessari ágætu síðu.  Við mættum vera duglegri við að setja hér eitthvað inn.

Hjá mér hefur verið annasamt undanfarið, ný vinna (sem ég er reyndar búin að vera í síðustu 6 mánuði) krefst mikillar viðveru, en þar eru mörg spennandi verkefni í vinnslu.

Ferming var hjá mér um Hvítasunnuna en nú er ég langt komin með að ferma öll afkvæmin, Þórarinn og Alma búinn, en nú er hlé næstu 5 árin hjá mér.  Á Hvítasunnudag voru semsagt rúmlega 80 manns í heimsókn hjá okkur á Heiðarveginum.

Mikil vinna einnig búin að vera í gangi hjá björgunarsveit þeirri sem ég er í forsvari fyrir, en hún hefur nú reyndar hvílt meira á herðum félaga minna heldur en mínum, en maður reynir eins og hægt er, en það eru nú víst ekki mikið fleiri en 24 klst í sólarhringnum hjá mér, frekar en öðrum.

Endilega ef einhvert ykkar á leið um fjörðin fagra (Reyðarfjörð) í sumar þá bankið uppá, það er alltaf gaman að fá gamla félaga og vini í heimsókn.

Farið vel með ykkur.....

Kveðja Eiður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: 1972

Til hamingju með stelpuna ég á sko pottþétt eftir að banka uppá hjá ykkur fyrr en síðar, er nefnilega búin að vera á leiðinni í allan vetur það hlýtur að hafast hjá mér núna.

Kveðja Svala

1972, 3.6.2007 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

1972

Höfundur

1972
1972
Árgangur 1972 Djúpavogsskóla

Færsluflokkar

Síður

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 3346
  • IMG 3370
  • IMG 3369
  • IMG 3368
  • IMG 3364

Tónlistarspilari

- F:\MP3\80's\Modern Talking - Brother Louie

Spurt er

Eigum við að hittast á Djúpavogi í sumar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband