Hittingur?

Er einhver áhugi fyrir hitting á þessari Hörpuhátíð? þetta allavega hljómar vel.  endilega að komenta á þettaW00t

svall og svínarí

 

Bara að minna fólk á þetta

12.04.2007 - Hörpuhátíð Búlandstinds 27. Apríl
 
Hörpuhátíð Búlandstinds, átthagafélags Djúpavogshrepps verður haldin þann 27. apríl nk á Kaffi Reykjavík. Þar ætlum við að gera okkur glaðan dag og snæða saman kvöldverð. Eftir kvöldverð verða skemmtiatriði að hætti Djúpavogsbúa.

Matseðill kvöldsins hljóðar svo:
Forréttur: Sveppasúpa
Aðalréttur: Lambalæri með rauðvínssósu og steiktu grænmeti
Eftirréttur: Vanilluís með berjablöndu

Miðaverð er kr. 3.900 og tilkynna þarf þáttöku annaðhvort á http://bulandstindur.bloggar.is eða þá með því að senda einhverjum í stjórninni tölvupóst fyrir 14. apríl nk.:

olafur@olfus.is
kelovic@gmail.com
reginafg@byr.is
obbasand@gmail.com

Athugið að verðforsendur miðast við að a.m.k. 60 manns taki þátt.


Er síðan að deyja út?

Hvernig er með þá sem eiga eftir að segja frá sér? Binni, Gummi, Hólmar, Eggert alveg er ég viss um að árg 1972 hefur einhverjar skemmtilegar sögur að segja af ykkurWink  Það er allavega vissara að fara að koma með eitthvað hérna inn áður en einhver fer að segja gamlar sögurGrin .  Og allir sem ekkert hefur heyrst frá í árg 1972, hmmm......

Fermingarafmæli hjá einhverjum okkar í gær

Er búin að reikna út hvað eru mörg ár síðan(STÓRT reikningsdæmi á ferð) og bojóboj........það eru 21 ár!!!!!

Til hamingju með afmælið!


Fallega fólkið er með fræga fólkinu

Sir Cliff Richard lagði leið sína til Stokkseyrar í gær og staldraði við á veitingastaðnum Við Fjöruborðið til að fá sér humarsúpu og fleira góðgæti. Að sögn Róberts Ólafssonar veitingamanns á Fjöruborðinu voru Cliff og fylgdarsveinar hans með eindæmum yndislegir og yfirvegaðir í heimsókninni og héldu þeir síðan heim á leið til Reykjavíkur bæði saddir og sælir.

það er spurning hvort Róbert hafi tekið lagið með Cliff ?


Flottur hópur.

Sæl verið þið öll saman ég er sammála ykkur um að það að það geti ekki verið svona langt síðan við yfirgáfum grunnskólann. Manni finnst ekki vera svo langt síðan við hittumst öll í fyrsta sinn þrettán ára gömul. þessi tími í grunnskolanum á Djúpavogi var mjög skemmtilegur og margar góðar minningar koma upp í kollinn þegar maður hugsar til baka.  Ég bý í Garðabæ og er giftur henni Laufeyju við eigum saman eina stelpu sem verður sjö ára í haust en Laufey á  ein strák sem er 13 ára og ég á eina stelpu á Hornafirði hún er líka 13 ára sem sagt þrjú börn. Ég er húsasmiður  og vinn hjá  ÍAV þar starfa ég sem flokkstjóri smiða. Síðustu tvö ár hef ég verið á kvöldin og um helgar í Háskóla Reykjavíkur að læra byggingariðnfræði og stefni á að klára það í næsta vor.

Þetta er frábært framtak að opna þessa síðu, ég ætla að fara að skanna inn gömlu myndirnar og setja þær hérna inn. Ég er spenntur fyrir því við hittumst öll aftur og vonandi sem fyrst.

Kær kveðja Gunnar Smári.


Halló!

Hæ öll!

Gaman að fylgjast með ykkur á síðunni, en það vantar enn fréttir af einhverjum.... Hvernig væri að setja inn nokkrar línur?

Er einhver sem man eftir tímanum í Hússtjórnarskólanum í Hallormsstað? T.d. þegar slökkt var á öllum ljósastaurum í nágrenninu, dömubindi límd upp um alla veggi í herberginu hjá Möggu og Möggu, appelsíni og hnetum stolið úr búrinu, Eiður og Gísli að reyna að kíkja á stelpurnar í sturtu.......??? Eða á þetta kanski bara að vera geymt en ekki gleymt!!!!!

           Kv. Heiðlóa


Hér koma vísurnar

Stína B. er stúlka góð

stundar tafl og knetti

flesta daga í því á

ofsagóða spretti.

 

Kristín Óla, kná og væn

kýlir Jónas stundum.

Því að oftast Gunnar gaur

grandi þeirra fundum.

 

Lára Björg er lítið fljóð

litlu hærri en spörvar

birt´ á henni þó blíðuhót

Björgvin, Hólmar, Örvar.

 

Magga H. er mesta skass

mjög sitt höfuð reygir.

Hér í skóla ansi æst

Eið að þegja segir.

 

Magga Rós er mikið sæt

marga drengi ærir.

Strákinn unga Stefán þó

stúlkan um sig kærir.

 

Rúnar þungarokkari

"röskur" er á fætur.

og í kaffi kennarans

krítarmola lætur.

 

Lóan ber sitt höfuð hátt,

hleypur í sig kjarki.

Mælir síðan ljúft, en lágt,

"Love me, oh my Bjarki".

 

Helgadóttir Helena.

Hvað ert þú að sýsla?

Hangi ég með heiminum,

hugsa þó um Gísla.

 

Yndislegi Ingólfur

er svo rósalegur.

Að hann næstum allar hér

ungfrúr til sín dregur.

 

Jónas Bjarki jólasveinn,

jarpur er á feldinn.

Feikna er í fengitíð

fjörugur á kveldin.

 

Anna Guðrún Andrésar

er hún mesta lengja.

Þó er stúlkan æðsta ósk

ungra skóladrengja.

 

Ásgeir litli Ívarsson

er hinn mesti kjaftur.

Dýrið líka oftast er,

eins og fylliraftur.

 

Risinn Eiður Ragnarsson

rífur kjaft og öskrar.

Hendist um og sýnir sig

svo að öllum blöskrar.

 

Sláninn Gautur Svavarsson

sefur flesta tíma,

og við kollinn krullaðan

kátur er að glíma.

 

Gunnar Smári grallari

greppitrýnið litla,

hér í skóla ansi oft

er við djús að fitla.

 

Róbert heitir rindill einn,

rokna hefur túla

hrikalega hrifinn af

henni dóttur Skúla.

 

Þórir S. þreyttur mjög,

þó mun hann ei reykja.

Litlu sætu Lollipop

langar hann að sleikja.

 

Hér í bekk er Sigga sögð

svaka mikil pæja.

Núna þó hún engan á

æðislegan gæja.

 

Svala B. er svefnpurka,

sorphreinsari og fleira.

Daman oft svo dúllar með

Degi bróður Geira.

 

Hafþór "Golli" Guðmundsson

gjarnan sýpur kveljur,

þegar aðrir þvarga um

þvældar Volvobeljur.

 

 Kveðja Margrét Rós.


Heil og sæl öllsömul

En hvað það er gaman að sjá hvað margir eru farnir að skrifa á síðuna. 19 ár er langur tími marga hef ég ekki hitt síðan á skólaslitunum í 9. bekk. Við erum ótrúlega léleg í þessu margir árgangar hittast á 5 ára fresti. Vonandi verður þessi síða til þess að eitthvað gerist.

Af mér er allt gott að frétta. Ég bý á Akranesi ásamt manninum mínum honum Kristni og strákunum mínu tveim Sveini Loga 8 ára og Almari Daða 4 ára. Ég er kennari og ég vinn í Grundaskóla, þar hef ég unnið bráðum í 9 ár. Ég á von á mínu þiðja barni síðasta lagi 18. júní svo ég vona að hittingurinn verði í apríl eða maí, enda of seint að halda í júní þegar fólk er farið í sumarfrí. Spurning hvort hægt verði að tengja þetta við einhverja fimmtudagsfrídagana svo þeir sem koma langt að fái aðeins lengri tíma. Hvað segið þið um að hittast í kringum sumardaginn fyrsta?

Ég fann vísurnar um okkur öll og nokkur myndaalbúm, það er ótrúlega gaman að skoða þetta, það eru margar minningar sem koma í hugann. Gaman að sjá að þó maður hafi aðeins breyst í útliti er maður enn ungur í anda.

Kveðja

Margrét Rós.


Ásgeir

Sæl og blessuð öllsömul,

ég ætla að láta verða af því að skrifa hér nokkrar línur.

Af mér er það að frétta að ég bý á Akureyri, er einhleypur og barnlaus - sem sagt engar stórfréttir.

Eftir grunnskólanum lauk fór ég í Menntaskólann á Egilsstöðum og síðan í nám í efnafræði í HÍ. Að því loknu og stuttu hléi lá leiðin til Gautaborgar i Svíþjóð þar sem ég bjó í nokkur ár á meðan ég var þar í námi. Þar útskrifaðist ég úr efnaverkfræði rétt fyrir jólin '98 og lét svo plata mig hingað norður í vinnu. Hér hef ég búið síðan og fengist við ýmislegt, bæði innanlands og erlendis. Ég hef unnið í "verkfræðibransanum" í nokkur ár og vinn nú hjá verkfræðistofu sem heitir VGK-Hönnun (www.vgkhonnun.is).

Mér líst bara vel á "hitting" í vor/sumar og vonandi hentar tíminn sem verður fyrir valinu sem allra flestum. Það eru æði margir sem ég hef ekki hitt í ansi mörg ár og ég býst við að það eigi við fleiri en mig. Tíminn líður ótrúlega hratt og það að næstum 19 ár (!) séu liðin síðan '72 árgangurinn yfirgaf grunnskólann á Djúpavogi er einhvern veginn mun nær í minningunni.  

 

Bestu kveðjur til ykkar allra,

Ásgeir. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

1972

Höfundur

1972
1972
Árgangur 1972 Djúpavogsskóla

Færsluflokkar

Síður

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 3346
  • IMG 3370
  • IMG 3369
  • IMG 3368
  • IMG 3364

Tónlistarspilari

- F:\MP3\80's\Modern Talking - Brother Louie

Spurt er

Eigum við að hittast á Djúpavogi í sumar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 836

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband