Hittingur 24 nóvember :-)

Er það þá ekki bara ákveðið?  mér sýnist þessi dagsetning leggjast vel í flesta.  Er þá ekki næsta skref að finna stað til að hittast á, ég er lítið inn í svoleiðis málum þarna í Reykjavíkinni, býst ekki við að KFC væri að gera sigWhistling  en veitingastaður með litlum sal þar sem við gætum verið út af fyrir okkur væri flott.   Kveðja úr sveitinni  Svala

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er lítill salur á Horninu, Ítalíu og Caruso. Allt ágætir ítalskir staðir.  Það gæti verið að Domo (gamla sportcafe) væri með lítinn sal og eflaust margir fleiri.

                        Kv. Heiðlóa

Heiðlóa (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 22:28

2 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Ég sendi ykkur baráttukveðjur elskurnar mínar, ég reikna ekki með því að komast, látið samt endilega detta hér inn hvar gleðskapurinn fer fram ef svo ólíklega skyldi fara að maður myndi villast í borg óttans.....

Kveðja úr firðinum fagra.

Eiður

Eiður Ragnarsson, 23.10.2007 kl. 19:08

3 identicon

Hæ hæ

Biðst afsökunar á því að hafa ekki komið lengi hér inn, miklar annir hjá frúnni. Ég mun koma svo fremi sem það verði ekki eitthvað annað en þetta verður sett í mikinn forgang, mér líður eins og ég sé 5 ára og farin að bíða eftir jólunum. Hlakka til að hitta og sjá sem flesta. Kveðja Helena

Helena Helgad (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 17:25

4 identicon

Sælt veri fólkið

Mér líst afar vel á að hitta ykkur í nóvember og mun alveg örugglega mæta. 

Hlakka til að sjá ykkur

Kveðja

Sigga Bjarna.  Húsmóðir í Hafnarfirði

Sigga Bjarna. (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 20:11

5 identicon

Hæ hæ

Gaman að sjá þig hér inni Sigga, og gaman væri að fleiri létu heyra í sér í sambandi við hittinginn. Frændgarður minn er talsverður og hvernig væri að heyra frá þeim, Þóri og Gaut.

Kveðja Helena

Helena (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 19:17

6 identicon

Hæ allir saman. Ég hringdi áðan á a hansen hér í firðinum og salurinn þar uppi er laus þennan dag. Hvernig lýst ykkur á það? Það er hægt að panta mat og vera útaf fyrir sig,

Það eru nýir eigendur af staðnum og við fórum og borðuðum þar í vor og fengum fínan mat.

Hvað segið þið á ég að bóka salinn? Svala ætlar svo að senda öllum mail sem ekki hafa

skráð sig inná síðuna og staðfest komu. En best væri að allir myndu bara staðfesta hér

ekki satt.....og koma svo!!!

kær kveðja Magga H

Margrét Helga (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 16:01

7 Smámynd: 1972

ég mæti ef ég má ?

1972, 31.10.2007 kl. 09:06

8 identicon

Hæ hæ

Ég svara spurningum Möggu Helgu játandi fyrir mitt leyti.

Og hver sem "ég" er að þá þætti mér vænna um að vita hver þú ert áður en ég svara því játandi hvort þú megir mæta af minnu hálfu, þoli illa einhverjar óvæntar uppákomur.

Kveðja Helena sem hlakkar svo til að sjá og hitta ykkur

Helena (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

1972

Höfundur

1972
1972
Árgangur 1972 Djúpavogsskóla

Færsluflokkar

Síður

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 3346
  • IMG 3370
  • IMG 3369
  • IMG 3368
  • IMG 3364

Tónlistarspilari

- F:\MP3\80's\Modern Talking - Brother Louie

Spurt er

Eigum við að hittast á Djúpavogi í sumar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 799

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband